West Seafood úrskurðað gjaldþrota

West Seafood ehf á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota í dag.  Virðisaukanúmer fyrirtækisins hefur þegar verið  afskráð hjá Ríkisskattstjóra.

Í tilkynningu frá Frjálsa lífeyrissjóðnum segir að að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota í dag og fyrrverandi starfsmönnum ráðlagt að gæta að réttindum sínum.

Þótt það séu ekki góðar fréttir að fyrirtæki verði gjaldþrota þá kom fram hjá viðmælanda Bæjarins besta að margir Flateyringar fögnuðu því að þessari sögu væri lokið og þeir vonuðust til þess að þeir fengju ekki viðlíka sendingu aftur. Samkvæmt því sem næst verður komist mun West Seafood ehf skulda fyrirtækjum og einstaklingum fyrir vestan a.m.k. 50 – 60 milljónir króna.

DEILA