Vestur-Botn ehf: hagnaður 2,9 milljónir kr.

Félagið Vestur-Botn ehf í Vesturbyggð var rekið með 2,9 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Eigið fé félagsins nam í árslok 36,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af nemur hlutafé félagsins 500 þús. kr. sem er að öllu leyti í eigu sveitarfélagsins. Skammtímaskuldir félagsins í árslok 2018 voru 819.383 kr.

Samkvæmt samþykktum félagsins er, samkvæmt upplýsingum frá Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra,  tilgangur Vestur-Botns ehf. að starfa sem byggingarfélag um byggingu dvalarheimila aldraðra, íbúða fyrir aldraða og þjónustumiðstöðvar þeim tengdum á Patrekfirði. Tilgangur félagsins er jafnframt sá að eiga og reka þau dvalarheimili, íbúðir eða þjónustumiðstöðvar sem það byggir. Tilgangur félagsins er að starfa í þágu almannaheilla og skal öllum hagnaði félagsins, þ.m.t. uppsöfnuðum hagnaði í formi eingamyndunar, einungis ráðstafað til dvarlarheimila aldraðra, íbúða fyrir aldraða eða þjónustumiðstöðva fyrir aldraða á Patreksfirði eða reksturs þeirra dvalarheimila, íbúða eða þjónustumiðstöðva sem félagið byggir.

Formaður stjórnar er Sigurður Viggósson. Meðstjórnendur voru kosnir Arnheiður Jónsdóttir og Hjörtur Sigurðsson. Í varastjórn voru endurkjörin Magnús Jónsson, Guðrún Bergmann Leifsdóttir og Barði Sæmundsson.

DEILA