Vestri hjólreiðar vill 23 milljónir króna í uppbyggingu

Vestri hjólreiðar óskar eftir því að Hérðaðssamband Vestfirðinga  leitist við að gerður verði uppbyggingarsamningur á milli Ísafjarðarbæjar og félagsins/deildarinnar um að koma upp s.k. pump track hjólabraut í Skutulsfirði.

Áætlaður kostnaður er um 23 m.kr. Félagið óskar eftir styrk að upphæð 14 m.kr. sem  greiddur verði í tvennu lagi. 7 m.kr. árið 2020 og annað eins árið eftir. Deildin hyggst leggja sjálf fram 6,7 milljónir króna með vinnu. Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði málinu ti fjárhagsáætlunar 2020.

Ætlunin er að gera  svonefnda „pump track“ hjólagarð í Skutulsfirði.

Pump track brautinni mætti lýsa sem um xx langri malbikaðri hringbraut með litlum hólum og hæðum þar sem að hjólarinn þrýstir hjólinu upp og niður til að koma sér áfram. Þó að megin notendur svona brauta séu börn og unglingar hentar hún hjólurum af öllum getustigum og er því leikvöllur fyrir hjólreiða og hjólabrettaiðkendur á öllum aldri. Staðsetning brautarinnar hefur ekki verið ákveðin en erlendis eru þær oft í eða við íbúðarhverfi og hentug stærð á svæði væri um 1000 fermetrar.

Um verkið
Gert er ráð fyrir að kaupa umrædda braut með hönnun og hluta af uppsetningu frá Velosolutions í Sviss. Velosolutions bjóða ekki teikningar þar sem það krefst mikillar reynslu og þekkingar að hanna og byggja pumptrack braut þannig að hún virki. Félagið býður allan pakkann svo að segja Hanna brautina, annast áætlanagerð og mæta með 3 reynslumestu mennina sína til að byggja brautina með innlendum brautarsmiðum (félagsmönnum Vestra). Þeir annast ekki aðeins verkstjórn heldur vinna einnig mest á svæðinu og tryggja að allt gangi vel og standist þeirra háu gæðakröfur.

 

DEILA