Vestri fékk skell

Vestri skorarmark í leik gegn Völsungi í sumar. Mynd.: Kristinn H. Gunnarsson.

Knattspyrnulið Vestra gerði ekki góða ferð til Reyðarfjarðar á laugardaginn. Liðið lék þá við Leikni frá Fáskrúðsfirði í toppslag 2. deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik náði Leiknismenn að sigra örugglega 4:0 og hirtu toppsætið af Vestra. Selfoss lék á sama tíma við Völsug frá Húsavík og sigraði örugglega 4:1.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra sagði að þetta hefði verið ljótt tap. „Leikurinn var jafn alveg fram að fyrsta markinu sem kom í síðari hálfleik. En þetta er enn í okkar höndum.“

Staðan fyrir lokaumferðina er þá þannig að Leiknir er í efsta sæti með 43 stig. Vestri er í öðru sæti með 42 stig og Selfoss í því þriðja með 41 stig.

Tvö af þessum þremur liðum munu vinna sér sæti í 1. deild á næsta ári.

Vestri mun leika sinn síðasta leik á Torfnesvelli gegn Tindastóli, neðsta liði deildarinnar og með sigri fer liðið upp. Mistakist Vestra að vinna leikinn er ekkert öruggt um að komast upp um deild. Leiknir og Selfoss leika bæði á útivelli, Leiknir gegn Fjarðabyggð og Selfoss á Akranesi gegn Kára.

DEILA