Vávest hópurinn: fundur í kvöld kl 20 á Ísafirði

Mánudaginn 23. september nk.  er öllum foreldrum barna, sérstaklega foreldrar barna á miðstigi og unglingastigi grunnskólanna og ungmenna á framhaldsskólaaldri, boðið á fund.  Þar verða fulltrúar frá Rannsóknir og greining ehf. og Heimili og skóla.

Ætlunin er að kynna nýlegar niðurstöður rannsókna á högum ungmenna á Íslandi og eins hér á svæðinu.  Þar verður komið inn á vímuefni og annað sem foreldrum er nauðsynlegt að fá vitneskju um.  Eins hvaða aðferðir hafa gefist vel í foreldrauppeldi.

Fundurinn verður á sal Grunnskólans  á Ísafirði.

Það er Vá Vest hópurinn sem boðar til fundarins.

DEILA