Útgáfutónleikar í Edinborg í kvöld kl 20.

Í kvöld fara fram útgáfutónleikar Inga Bjarna Skúlasonar vegna plötunnar Tenging í Edinborgarhúsinu. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Kynning Bjarna:

Tónlistin á plötunni Tenging er samin á síðustu tveimur árum (2016 – 2018.) Á þessu tveggja ára tímabili kannaði ég ýmsa þætti hvað varðar tónlist og tónlistarsköpun. Má þar nefna flæði, frelsi, sjálfstraust og innsæi. Við lagasmíðina efldi ég tengingu mína við tónlist og leyfði innsæinu að ráða för í stað þess að stóla á fræðilega tónlistarþekkingu.

Ég hljóðritaði plötuna ásamt hæfileikaríku tónlistarfólki sem ég kynntist í Skandinavíu. Platan er því jafnframt eins konar tenging mín við Skandinavíu – en ég stundaði mastersnám í Osló, Gautaborg og Kaupmannahöfn. Platan er gefin út af norsku plötuútgáfunni Losen Records sem hefur m.a. gefið út tónlist eftir Anders Jormin, Per Mathisen og Hildegunn Øiseth sem eru þekkt nöfn innan norrænu tónlistarsenunnar.

Flytjendur:

Ingi Bjarni Skúlason (Ísland) – píanó og tónsmíðar

Merje Kägu (Eistland) – gítar

Jakob Eri Myhre (Noregur) – trompet

Daniel Andersson (Svíþjóð) – kontrabassi

Tore Ljøkelsøy (Noregur) – trommur

DEILA