Troðfullt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á Ísafirði

Hvert sæti í íþróttahúsinu á Torfnesi var setið í gær á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Með Sinfónuíuhljómsveitinni komu fram tónlistarmenn frá Ísafirði. Það voru sópransöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir og píanóleikarinn Mikolaj Ólafur Frach. Flytjendum var ákaflega vel fagnað að tónleikunum loknum.

Myndir: Sinfóníuhljómsveit Íslands.

 

 

Sópransöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Ísafirði.

 

Mikolaj Ólafur Frach leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum á Ísafirði.

DEILA