Tekjur ríkissjóðs áætlaðar 919 milljarðar króna

Fjármálaráðherra hefur sent út kynningarefni um innihald fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár 2020. Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 919 milljarðar króna.

Langstærsti tekjuliðurinn er virðisaukaskatturinn. Talið er að skatturinn skili 259 milljörðum króna sem jafngildir um 28% af öllum tekjum ríkissjóðs.

Næst stærsti liðurinn eru tekjur af tekjuskatti á einstaklinga. Tekjuskatturinn skilar um 206 milljörðum króna eða 22% allra tekna ríkissjóðs.

Samtals skila þessir tveir liðir helmingi af öllum tekjum ríkisins.

Tekjuskattur lögaðila skilar 77,4 milljörðum króna og er fimmti stærsti tekjustofninn. Samtals gefur tekjuskatturinn um 283 milljörðum króna.

Tryggingagjöld eru þriðji stærsti tekjustofninn og skilar 102 milljörðum króna a næsta ári eða um 11%.

Gjöld á ökutæki og eldsneyti gefa 5% eða tæplega 49 milljarða króna. Loks má nefna fjármagnstekjuskatt sem áætlað er að skili 32,5 milljarða króna.

DEILA