Strandasýsla: lítill hljómgrunnur fyrir stefnu um sameiningu sveitarfélaga

Frá Norðurfirði.

Litlar undirtekir virðast vera í Strandasýslu við stefnu stjórnvalda um lögþvingaða sameiningu fámennra sveitarfélaga. Í væntanlegri þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að sveitarfélög með færri íbúa en 250 verði sameinuð öðrum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 og fjórum árum síðar verði engin fámennari en 1000.

Í Strandasýslu eru þrjú sveitarfélög, Árneshreppur með 43 íbúa þann 1. sept sl., Kaldrananeshreppur með 108 íbúa og Strandabyggð með 441 íbúa. Samtals eru 592 íbúar í sveitarfélögunum þremur.

Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps segir að verið sé að ganga frá ályktun fá hreppsnefndinni um málið en hann geti þó sagt að hún verður á móti ályktun aukaþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem lýsti yfir stuðning við stefnu ríkisstjórnarinnar.

Jón Gísli Jónsson, oddviti Strandabyggðar sagði í samtali við Bæjarins besta að verið sé að  ræða innan sveitarstjórnar um málið og að skoðanir séu skiptar. Hann átti von á því gengið yrði frá ályktun innan skamms. Jón Gísli sagði að honum fyndist að skilyrði þess að sameing ætti sér stað væri að sveitarfélögin stæðu sterkari á eftir en fyrir. Það væri verið að sameina veikburða einingar. Jón Gísli Jónsson sat aukþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og sagði að hann hefði setið hjá við atkvæðagreiðsluna.

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps sagði að ekki væri hægt að sameina Árneshrepp öðru sveitafélag án samgöngubóta. Það væri tómt mál að tala sameiningu án þess. Að sögn Evu er umræða innan hreppsnefndar rétt byrjuð og ekkert hægt að segja um hvað hún sæi fyrir sér ef til sameiningar kæmi.

 

DEILA