Skuggarnir austan í móti lengjast

Skjaldfannardalur.

Indriði á Skjaldfönn setti þessa vísu inn á miðvikudaginn, sem hann kallar haust. Þær verða varla mikið betri haustvísur vestfirsks bónda umvafinn hrjúfri náttúrunni við Drangajökul.

 

 

HAUST.

Skuggarnir austan í móti lengjast

og það ríkir þögn á örævunum

utan fossdynur í fjarlægu gljúfri

og marr í hreindýramosa

undir skósólum eftirleitarmannsins.

Hvergi kind að sjá.

DEILA