Sjávarrusl tengt fiskiðnaði við Vestfirði

Amy Elizabeth O’Rourke ver ritgerð sína um rusl í sjónum.

Föstudaginn 6. september kl. 9:00 mun Amy Elizabeth O’Rourke verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerðin ber titilinn „Occurrence, Prevalence, and Classification of Fishing Related Marine Debris in Iceland’s Westfjords.“ Í ritgerðinni leitast Amy við að þróa og prufukeyra flokkunarfræði fyrir ólíkar tegundir sjávarrusls sem rekur á land við norðanvert Atlantshafið. Markmiðið er að greina hverslags rusl er algengast og frá hvaða geirum ruslið kemur. Rannsóknin náði til sex stranda á Vestfjörðum og sýna niðurstöðurnar að ruslið er að stærstu leyti veiðarfæri sam hafa tapast eða týnst. Nánari upplýsingar má nálgast í útdrætti á ensku.

Vörnin fer fram í Háskólasetrinu og er opin almenningi.

Leiðbeinandi verkefnisins er Georg Haney, umhverfisfræðingur hjá útibúi Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði. Prófdómari er dr. Marthe Larsen Haarr, sérfræðingur hjá rannsóknar- og ráðgjafafyrirtækinu SALT í Lofoten, Noregi.

DEILA