Sindragata 4: átta íbúðir seldar

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tilboð í þrjár íbúðir í nýbyggingunni Sindragötu 4. Það voru tvær íbúðir á fyrstu hæð og ein á annarri hæð sem seldust. Þá hafa alls átta íbúðir af þrettán íbúðum verið seldar í húsinu.

Fimm íbúðir eru á fyrstu hæð og jafnmargar á annarri hæð en þrjár íbúðir á efstu hæðinni. Ísafjarðarbæ byggir íbúðirnar fyrir eigin reikning. Eftirspurn eftir íbúðunum hefur verið að vonum og íbúðaverðið stendur undir byggingarkostnaði þannig að ekki er útlit fyrir að kostnaður lendi á bæjarsjóði. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði afhentar um áramótin.

DEILA