Samgönguráðuneytið: kæru vegna Ófeigsfjarðarvegar hafnað

Samgönguráðuneytið hafnaði í  dag kröfu Guðmundar Arngrímssonar f.h. hluta landeigenda jarðarinnar Seljaness um veghald, eignarrétt og vegagerð á Ófeigsfjarðarvegi. Þess var krafist að ákvörðun Vegagerðarinnar um að fela Vesturverki ehf veghald Ófeigsfjarðarvegarins yrði felld úr gildi.

Deilan snerist um fyrirhugaðar vegarbætur til þess að Vesturverk ehf gæti flutt þungar vinnuvélar um veginn þegar kæmi að rannsóknum vegna virkjunar Hvalár. Var kæran sett fram í þeim tilgangi að stöðva framkvæmdir við veginn. Með úrskurðinum hefur Samgönguráðuneytið staðfest ákvörðun Vegagerðarinnar frá júlí 2019 og nauðsynlegar framkvæmdir geta farið fram á veginum, þar með talið á landi Seljaness.

Er það niðurstaða Samgönguráðuneytisins að Ófeigsfjarðarvegur sé landsvegur og að vegagerðin fari veð veghaldið. Ennfremur að upptaka vegarins í tölu þjóðvega hafi verið í samræmi við gildandi málsmeðferð.

Þá kemur fram í úrskurðinum að Samgönguráðuneytið telur að veghaldara sé heimilt að vinna að endurbótum á veginum á 12 metra breiðu svæði , sex metra út frá miðju vegarins í hvora átt.

DEILA