Sameining sókna í Djúpinu

Á héraðsfundi Vestfjarðaprófastsdæmis, sem haldinn var á Reykhólum 8. september 2019, var samþykkt að sameina Súðavíkursókn, Ögursókn og Vatnsfjarðarsókn. Skal heiti hinnar sameinuðu sóknar vera Súðavíkursókn. Áður höfðu aðalsafnaðarfundir sóknanna fjallað um málið og lýst sig samþykka þessari breytingu.

Tillagan verður í framhaldinu lögð fyrir kirkjuþing, sem tekur endanlega ákvörðun í málinu.

 

DEILA