Rússneskur kvikmyndadagur á Ísafirði – kl 20 í Ísafjarðarbíó

Sjöunda útgáfa af rússneskum kvikmyndadögum á Íslandi er haldin af Sendiráði rússneska sambandsríkisins á Íslandi í samstarfi við Kvikmyndaframleiðslumiðstöðina NORFEST, með fjárstuðningi frá Menningarmálaráðuneyti Rússlands og iCan ehf. Í ár er viðburðurinn tileinkaður 75 ára afmæli stjórnmálasambands Rússlands og Íslands.

Myndin COUPLED verður sýnd á frummálinu rússnesku og með enskum texta á þriðjudag 17. september kl 8. Einnig verður áhorfendum kynnt ein af fyrstu sovésku heimildarmyndunum, Íslandsferðin (1955) sem var tekin upp um ferð til Íslands um miðjan sjötta áratug tuttugustu aldar. Heilmidarmyndin er með íslenskum texta.

Nadiu hefur reynst erfitt að endurheimta heilsu sína með hefðbundnum lækningum, hún sannfærir Andrei eiginmann sinn að fara í ferðalag að radonvatni í von um lækningu. Andrei samþykkir það. Á leiðinni í burtu frá harðri stjórn föður Nadíu, hyggst hann segja henni að hann vilji fara fram á skilnað. En náttúran truflar áætlanir sínar. Eina leiðin fyrir unga fólkið til að vera saman er að setja sig í hættu. Annars vegar eru hundruðir kílómetra af erfiðum skógum Síberíu og hins vegar ógnandi faðir Nadyu að elta.

Frítt inn og allir velkomnir.

DEILA