Ríkið setur milljarða króna í íbúðabyggingar – Ísafjörður hættir við

Ríkissjóður hefur lagt 8,5 milljarða króna fram til byggingar eða kaupa á 1592 íbúðum til leigu fyrir tekju- og eignalága á árunum 2016-18.  Framlag ríkisins er 18% af byggingarkostnaði  sem í sumum tilvikum er hækkað um 4% eða 6%. Sveitafélög leggja fram 12%. Mismunurinn er fjármagnaður með langtímaláni.  Áætlað er að kerfið stækki enn frekar á næstu árum samkvæmt yfirlýsingum í tengslum við undirritun kjarasamninga sl. vor.  Á næstu árum verður því milljörðum króna varið til að niðurgreiða íbúðarkostnað

Hefja skal greiðslu stofnframlags ríkisins sem er í formi vaxtaniðurgreiðslu þegar afborgun af láni hefst og er vaxtaniðurgreiðslan er greidd árlega beint til lántaka.

Dreifing íbúðanna sem hafa fengið stofnframlög samþykkt er þannig að 11 íbúðir hafa verið samþykktar á Vestfjörðum. Ísafjarðabær hefur nú samþykkt að hætta við að þessar íbúðir, sem eru í Sindragötu 4a blokkinni á Ísafirði verði í þessu kerfi og hefur selt 8 þeirra nú þegar á lamennum markaði.

Af 1592 íbúðum eru 1510 á suðvesturhluta landsins frá Vesturlandi til Suðurlands, á svæði þar sem markaðsverð á íbúðum er hvað hæst. Með stofnframlögunum lækkar lántaka og þar með greiðslubyrði af lánum vegna íbúðanna og lágtekjufólki er þannig gert kleift að búa í íbúðum sem eru dýrari en tekjur annars myndu leyfa.

Á næstu árum verður því milljörðum króna varið úr ríkissjóði til að niðurgreiða íbúðarkostnað á eftirsóttustu svæðum landsins þar sem verðið er hvað hæst.

DEILA