Reykhólahreppur : uppsagnir og ráðningar

Frá Reykhólum. Mynd: Ása Björg Stefánsdóttir.

Reykhólahreppur sagði upp öllum starfsmönnum sem vinna við áhaldahús og skyld störf og störfin voru auglýst.

Í svari Tryggva Harðarsonar, sveitarstjóra við fyrirspurn Bæjarins besta kemur fram að þrír hafi sótt um  starf bæjarverkstjóra. Þeir eru:

Eiríkur Kjartansson, smiður

Guðmundur Arnarsson, pípari og rafvirki

Ólafur Björn Halldórsson, útgerðarmaður

Reiknað með að ráðið verði í starfið á næsta fundi sveitarstjórnar.

Um starf umsjónarmanns íþróttamannvirkja sóttu Eiríkur Kjartansson og Jón Bergþór.

Eiríkur Kjartansson var ráðinn.

þá var auglýst starf húsvarðar í Reykhólaskóla og Barmahlíð.  Um það sóttur Jón Kjartansson, starfsmaður hreppsins og Ólafur Björn Halldórsson.  Jón Kjartansson var ráðinn.

DEILA