Reiðvegur lagður á Söndum í Dýrafirði

Þingeyrarflugvöllur. Mynd: Mats Wibe Lund.

Skipulags- og mannvirkjanenfd hefur heimilað að lagður verði reiðvegur meðfram flugvellinum á Söndum í Dýrafirði. Sett eru þau skilyrði að fyrir liggi skrifleg leyfi landeiganda og að lega reiðvegar sé utan við girðingar og öryggissvæði vallarins og  samræmist Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

Það er Sigurður G. Sverrisson f.h. Hestamannafélagsins Storms sem sækir um leyfið.Fram kemur að eigandi jarðarinnar Hóla í Dýrafirði hafi veitt leyfi fyrir sitt leyti.

Þá er einnig óskað eftir styrk til þess að gera reiðveginn, sem yrði aðallega í formi efnis í reiðveginn. Skipulags- og mannvirkjanefndin vísaði styrkbeiðninni til bæjarráðs.

Fram kemur einnig að Arnór Magnússon gerir ekki athugasemd við reiðveg f.h. Isavia.

DEILA