Kirkjubólsrétt í blíðskaparveðri í gær

Réttað var í gær í Kirkjubólsrétt í Tungusveit. Að sögn Jóns Jónssonar var blíðskaparveður og margt um manninn. Töluvert var af sauðfé og boðið var upp á dýrindisréttarkaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi.

Smalað var á laugardaginn og að sögn Jóns gengu smalamennskur vel þó bleyta og þoka gerðu mönnum erfitt fyrir sums staðar.

Myndir: Jón Jónsson.

DEILA