Karlakórinn Ernir: Vetrarstarfið að hefjast

Karlakórinn Ernir á tónleikum. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Karlakórinn Ernir er að hefja vetrarstarf sitt.  Æfingar byrja nk. fimmtudagskvöld.  Þær verða einu sinni í viku, að jafnaði, og fara fram í gamla barnaskólanum í Hnífsdal / kapellunni við Bakkaveg.  Þær verða kl.20:00 á fimmtudagskvöldum.

Boðið verður upp á raddprufur fyrir nýja félaga kl.19:30 bæði nk. fimmtudagskvöld og fimmtudaginn í næstu viku.  Tekið verður fagnandi og vel á móti nýjum félögum og þeim lofað góðum og vinveittum félagsskap.

DEILA