Kallað á Landvernd

Frá aðalfundinum: Tryggvi Felixsson, formaður Landverndar og Bryndís Friðgeirsdóttir, Ísafirði.

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða var haldinn á Hólmavík laugardaginn. Um 30 manns mættu á fundinn og þar af voru 20 sem gengu í félagið á staðnum. Meðal þeirra sem gengur í samtökin voru tveir stjórnarmenn í Landvernd Tryggvi Felixsson, formaður og Páll Ásgeir Ásgeirsson. Tryggvi var fundarstjóri og úrskurðaði hann að félagsmaður gæti sá orðið sem ætti heima utan Vestfjarða. Úrskurði fundarstjóra var áfrýjað til fundarins en fundarstjóri vísaði áfrýjuninni frá.

Óskað var eftir því í upphafi fundar að félagsmenn sem voru á Ísafirði gæti tekið þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað en formaður samtakanna Hildur Dagbjört Arnardóttir hafnaði því.

Kosinn var sjö manna stjórn. Aðeins tveir stjórnarmenn fráfarandi stjórnar héldu áfram og fimm nýir tóku sæti í stjórn. Einn hinna nýju stjórnarmanna hefur verið stjórnarmaður í Rjúkandi, en þau samtök eins og Landvernd leggjast gegn fyrirhugaðri Hvalárvirkjun.

Nýju stjórnina skipa: Hildur Dagbjört Arnardóttir, Jóna Benediktsdóttir, Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, Jóna Sigríður Írisardóttir öll frá Ísafirði. Kristín Einarsdóttir og Valgeir Benediktsson frá Strandasýslu og Elva Brá Bjarkardóttir, Patreksfirði.

Engin mál voru lögð fram og engar ályktanir gerðar á fundinum.

 

 

DEILA