Ísafjarðarbær : seldu íbúðir í Sindragötu án leyfis

Fram kemur í bréfum sem birt hafa verið að Ísafjarðarbær fékk í fyrra greiddar 28,4 milljónir króna sem framlag ríkisins í stofnframlög vegna 11 íbúða í húsninu Sindragata 4 sem er í byggingu. Alls er stofnframlag ríkisins 56,8 milljónir króna vegna íbúðanna sem ætlaðar voru fólki með fötlun, eldri borgurum og skjólstæðingum félagsþjónustu sveitarfélagsins.

Nýkjörin bæjarstjórn tók þá ákvörðun í fyrra, þegar fyrir lá að byggingarkostnaður var 16,5% hærri en lög um almennar íbúðir gera ráð fyrir að setja íbúðirnar á almenna sölu. Byggingarkostnaður var áætlaður 359 milljónir króna en skv. lögunum mætti hann ekki vera hærri en 308,5 mkr. En viðbótarkostnaðurinn hefði  samkvæmt gögnum málsins lent á bæjarsjóði má lesa út úr gögnum málsins.

Íbúðalánsjóður sendi bréf til Ísafjarðarbæjar í síðasta mánuði og spurðist fyrir um áform bæjarins eftir að hafa lesið í fjölmiðlum að  íbúðirnar hefði farið í almenna sölu og að þegar væru fjórar íbúðir seldar, þrátt fyrir að slikt væri óheimilt án samþykkis sjóðsins.

Í svari bæjarins er upplýst að nú séu 8 íbúðir seldar og að greitt stofnframlag ríkisins verði endurgreitt. Íbúðalánsjóður spurðist fyrir um hvernig bæjarsjóður hyggðist uppfylla þá þörf sem er fyrir íbúðirnar 11 og voru forsenda þess að ríkið samþykkti stofnframlag sitt. Í svari bæjarins er upplýst að bærinn hyggist kaupa íbúðir fyrir eldri borgara í Hlíf II sem verði settar á sölu og horfi auk þess til aðkomu leiguíbúðafélagsins Bríetar að leigumarkaði á Ísafirði.

DEILA