Haustþing Kennarasambands Vestfjarða 2019

Haustþing KSV var haldið föstudaginn 6. september í Birkimel á Barðaströnd. Mikil ánægja var með þátttöku á þinginu en um 60 manns sóttu þingið af öllu Vestfjarðasvæðinu. Innlegg þingsins munu nýtast sem innspýting í starf skólanna nú á haustmánuðum segir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri Tálknafjarðarskóla..

Tveir fyrirlestarar voru fyrir hádegi og gátu starfsmenn valið sér efni við hæfi. Ásta Þórisdóttir listgreinakennari frá Grunnskólanum á Hólmavík var með skemmtilegan fyrirlestur og listasmiðju. Einnig var Oddný Sturludóttir með góðan fyrirlestur um lærdómssamfélagið sem margir skólar vinna ötullega að í sínu skólastarfi.

Eftir hádegi sóttu allir nauðsynlegan  fyrirlestur um Fíkniefni og forvarnir – Hvað getum við gert? frá Lögreglunni á Vestfjörðum en þar hófust góðar umræður um hvað samfélagið og starfsmenn skóla geta gert til þess að berjast gegn þessari miklu vá sem stendur að börnunum landsins.

Auk þessa gesta voru formaður FG, félag grunnskólakennara, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir og formaður SÍ, skólastjórafélag Íslands, til viðtals ásamt því að vera með innlegg á aðalfundum félaganna. Að lokum var Elín Þóra Stefánsdóttir eTwinning sendiherra á Vestfjörðum til viðtals en hún er kennari við Grunnskóla Bolungarvíkur.

Öflugt samstarf kennara og starfsmanna í skólum  á Vestfjarðarsvæðinu er virkilega gagnlegt og nauðsynlegt sem stuðningur við það góða starfs sem fer fram í skólum svæðisins. Haustþingin eru því góður vettvangur til þess að byggja upp öflugt lærdómssamfélag þar sem við lærum hvert af og með öðru.

DEILA