Hörður spilaði sinn fyrsta handboltaleik eftir margra ára fjarveru í annarri deild. Unglið Fram mætti til Ísafjarðar og spilaði við ísfirsku nýliðana.
Fyrir leikinn fékk Jens Kristmannsson Harðartreyju númer 100 fyrir framlag sitt til félagsins.
Ísfirðingarnir voru lengi í gang og talsvert um byrjendamistök hjá liðinu. Í byrjun seinni hálfleiks komst liðið aðeins á skrið og stóðu á tímabili í Frömmurunum, ekki dugði það því leikurinn fór 14-38 fyrir Fram. Hreinn Róbert Jónsson var markahæstur heimamanna með 4 mörk. Rúmlega 200 áhorfendur komu á leikinn og gæddu sér í lok leiks á afmælistertu í tilefni 100 ára afmælis Harðar.