CraftSport lokar 15.október 2019

Verslunin CraftSport verður lokað þann 15. október næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kristbirni R. Sigurjónssyni.

CraftSport opnaði 18 mars 2011 og hefur að sögn Kristbjörns lagt áherslu á góðar vörur, góða þjónustu og gott viðmót.

„Við vonumst til þess að við höfum náð okkar markmiðum en því miður þá verðum við að loka vegna utanaðkomandi ástæðna því það var sannarlega ekki á dagskrá hjá okkur að hætta. Við þökkum kærlega frábærar mótttökur frá öllum okkar viðskiptamönnum öll þessi ár sem við höfum verið starfandi.“

Haldið verður áfram undir nýju nafni KRS ehf.í breyttu formi og á nýjum stað  á Ísafirði, heild-og vefsala með Madshus skíðavörur, Bliz gleraugu og Rode skíðaáburð.

Þessa daga stendur yfir útsala á lager CraftSport og segir kristbjörn að boðið sé afar hagstætt verð á Craftvörum, reiðhjólum og Nike skóm.

 

 

DEILA