Byggðastofnun: lægsta fasteignamatið í Bolungavík

Bolungavík. Mynd: Trausti Salvar Kristjánsson.

Byggðastofnun birti í dag samanburð á fasteignamati viðmiðunarhúss  á 26
þéttbýlisstöðum á landinu. Eru nú til árleg og sambærileg gögn frá árinu 2010 til ársins 2019.  Á höfuðborgarsvæðinu eru þrjú mismunandi hverfi skoðuð bæði í Reykjavík og Kópavogi. Þá eru á Akureyri og á Ísafirði mismunandi álagningareglurfyrir lóðaleigu
eftir hverfum en miðað er við Efri Brekku á Akureyri og Nýrri byggð á Ísafirði.

Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 fermetrar að grunnfleti. Stærð lóðar er
808 fermetrar.

Bolungavík lægst þriðja árið í röð

Heildarmat, sem er samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu er. Þriðja árið í röð er Bolungarvík með lægsta heildarmatið, sem var 14,45 m.kr. árið 2016, 14,5 m.kr. árið 2017 og nú 16,1 m.kr. Öll árin hefur matið verið áberandi hæst í Suður-Þingholtunum í Reykjavík

Í samanburðinum eru fjórir staðir á Vestfjörðum og er fasteignamat þeirra allra lágt. Eru þeir allir í hópi sjö lægstu staðanna, þar af þrír af fjórum lægstu stöðunum.

Fasteignamatið er lægst í Bolungavík 16,1 milljón krónur. Þá er það 19 milljónir króna á Hólmavík og einnig á Patreksfirði og 26,7 milljónir króna á Ísafirði. Matið á Hólmavík hækkaði um 17% eftir að hafa lækkað þrjú ár í röð.

Annars staðar utan höfuðborgarsvæðisins má nefna t.d. staði þar sem stóriðja hefur styrkt byggðarlögin, þótt hún sé væntanlega ekki eini áhrifavaldurinn  Fjarðarbyggð, þar er matið 29 m.kr., Húsavík 39,9 m.kr. og Akranes 45,2 m.kr.

Á Siglufirði er matið 27 m.kr., Stykkishólmi 36 m.kr., Sauðárkróki 35,2 m.kr. og Áborg 40,6 m.kr.

Á höfuðborgarsvæðinu er matið frá 60 m.kr upp í 100 m.kr.

DEILA