Sjávarútvegssýning: frá Brussel til Barcelona

Stærsta sjávarútvegssýning í heimi Seafood Expo Global/Seafood Processing Global sem  hefur verið í Brussel frá 1993 verður flutt til Barcelona eftir tvö ár og verðir fyrsta sýningin þar 2021. Á sýningunni sem er tvískipt, Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, kynna fyrirtæki annars vegar afurðir og hins vegar þjónustu og nýjustu vélar og tæki í greininni.

Tilkynning barst um þetta í fyrradag frá aðstandendum sýningarinnar.  Um 2000 fyrirtæki frá 90 löndum hafa sýnt vörur sínar á sýningunni. Meira en 29.000 kaupendur og seljendur koma á sýninguna ár hvert.  Þær skýringar eru gefnar að sýningin hafi vaxið svo vinsældum að rétt hafi þótt að flytja hana til stærri borgar og stærra markaðssvæðis.

Áformað er að sýningarsvæðið í Barcelona 2021 verði á um 200.000 fermetra svæði með átta sýningarhöllum og 40 veitingarstöðum.

Á þessu ári tóku 20 íslensk fyrirtæki þátt á 650 fermetra svæði.

DEILA