Liðlega 335 tonnum var landað í Bolungavíkurhöfn í síðustu viku. Sirrý ÍS landaði 110 tonnum, Ásdís ÍS 17 tonnum og Þorlákur ÍS 14 tonnum. Steinunn SH,Rifsarinn SH og Patrekur BA voru með um 15 tonn hver bátur.
Línu- og handfærabátarnir lönduðu vel á annað hundarð tonnum. Fríða Dagmar ÍS var með 47 tonn í fjórum róðrum, Jónína Brynja ÍS 44 tonn í þremur róðrum, Guðmundur Einarsson ÍS 17 tonn í 5 róðrum og Otur II landaði 17 tonnum í 6 róðrum.
Samtals hefur 1.784 tonnum verið landaði í höfninni í septembermánuði.