Bolungavík: sjö bátar lönduðu 60 tonnum í gær

Frá Bolungavíkurhöfn. Mynd: bolungavikurhöfn.

Sjö bátar lönduðu í gær um 60 tonnum í Bolungavíkurhöfn. Patrekur BA landaði rúmum 17 tonnum, Fríða Dagmar ÍS tæpum 15 tonnum og Jónína Brynja 13,6 tonnum.

Síðsu viku hefur tæplega 500 tonna afli borist á land í Bolungavík. Togarinn Sirrý ÍS landaði tvisvar á þessum tíma, samtals um 165 tonnum. Snurvoðarbáturinn Steinunn SH landaði um 38 tonnum í fjórum róðrum.

Alls hefur verið landað 1564 tonnum í september. Aflahæst er Sirrý ÍS með 398 tonn.Línubátarnir Jónína Brynja ÍS og Fríða Dagmar ÍS hafa landað 135 tonnum og 127 tonnum. Steinunn SH er fjórði báturinn yfir hundrað tonnum með 118 tonn.

DEILA