Bolungavík: Íbúafundur um úttekt

Íbúafundur um úttekt Haraldar Líndal Haraldssonar á stjórnsýlsu, rekstri og fjármálum Bolungarvíkurkaupstaðar ásamt tillögum verður haldinn fimmtudaginn 26. september 2019 kl. 18:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri vildi ekki upplýsa um innihald skýrslunnar fyrir fundinn og sagði það trúnaðarmál fram að fundinum.

Dagskrá

  • Setning fundar
  • Úttekt Haraldar Líndal Haraldssonar
  • Umræður

Boðið verður upp á súpu og brauð í fundarhléi.

Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.

DEILA