Eigendur litlu Eyrar hafa hafnað erindi Vesturbyggðar um land til til bygginga á íbúðum eða öðrum mannvirkjum. Bæjarráð Vesturbyggðar fól byggingarfulltrúa að kanna aðra kosti í landi sveitarfélagsins í nágrenni Bíldudals varðandi mögulegar byggingalóðir.
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri segir að ekki eins og staðan er í dag liggja ekki fyrir áform um eignarnám.
Elfar Steinn byggingarfulltrúi Vesturbyggðar segir að í raun sé allt land sveitarfélagsins innan byggðar í Bíldudal undir í þessari skoðun, „af svæðum norðan við þjóðveginn er sveitarfélagið aðþrengt varðandi íbúðarsvæði af landi Litlu-Eyrar í norð-austri og nýju iðnaðarsvæði í suð-vestri, nema þá að íbúðarbyggð færðist inn fyrir skipulagt iðnaðarsvæði, þá væri fjarlægð frá núverandi byggð orðin um 1100m. Sunnan við þjóðveginn hefur hefur Golfklúbbur Bíldudals haft afnot af landi sveitarfélagsins.“