Arctic Fish: útflutningur að hefjast til Kína

Arctic Fish mun á næstu dögum hefja útflutning á eldislaxi til Kína. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar staðfestir þetta í samtali við Bæjarins besta. Hann segir að kínversk  tollayfirvöld hafi gefið grænt ljós og útflutningur geti því hafist. Send verður tilraunsending innan skamms til söluaðila í Kína. Um verður að ræða lax úr kvíum í Dýrafirði.

Sigurður sagði að tekið hafi langan tíma að ganga frá tilskyldum skráningum en nú væri það í höfn. Sigurður sagði að Sendiráð íslands í Kína undir forystu Gunnars Snorra Gunnarssonar, sendherra hafi staðið sig afar vel og Arctic Fish væri þeim þakklátt fyrir ómetanlegt framlag þeirra.

Markaðurinn í Kína er gríðarstór og það er mikil viðurkenning fyrir íslenska laxeldið að vera búið að fá öll tilskilin leyfi og gefur nikil sóknarfæri fyrir atvinnugreinina og Arctic Fish.

DEILA