Airbnb vex á Vestfjörðum

Frá Drangsnesi. Mynd: Ingólfur Andrésson.

Fjöldi bókana á Vestfjörðum í ágúst síðastliðinn voru um 2600. Er það aukning um fjórðung frá síðasta ári. Umtalsverð aukning varð líka í júní og júlímánuðum frá sömu mánuðum í fyrra. Þrátt fyrir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á árinu varð 2019 besta árið hingað til hvað varðar bókanir á Vestfjörðum í gegnum Airbnb.

Þetta kemur fram í svokölluðu mælaborði ferðaþjónustunnar.

Í tölum mælaborðsins kemur fram að árið 2018 varð svipað og 2017 en óverulegur fjöldi bókana 2016 og fyrr.

Aðrar sögu er að segja af bókunum á höfuðborgarsvæðinu. Þar varð fækkun í sumar miðað við síðasta ár og virðist 2019 ætla að verða lakara en bæði 2017 og 2018.

DEILA