Á dögunum kvað Samgönguráðuenytið upp þann úrskurð í kærumáli minnihluta landeigenda jarðarinnar Seljaness að vegagerðin hefði mátt fela Vesturverki veghald Ófeigsfjarðarvegar og gera á veginum umtalsverðar lagfæringar.
Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum hefur fylgst með þessu deilumáli og kvað um það með fyrirsögnina:
Vegagerð um Seljanes slegið á frest vegna þess að hluti landeigenda náðist ekki á mynd.
Seljanesleiðin lítt mun nú ekin
líkast má kú þar ei venda.
Seint verður mögnuð myndin tekin
af minnihluta; landeigenda.