Vigur: Vonast eftir því að stutt verði við kaupendur

Vigur. Mynd: Mats Wibe Lund.

Gert hefur verið tilboð í eiguna Vigur sem eigendur hafa tekið. Fyrirvari er þó um fjármögunum kaupanna. Reksturinn ber ekki að óbreyttu svo hátt kaupverð en það vantar ekki mikið upp á að áætlanir kaupenda gangi upp.

Kaupendur eru ung hjón með kornabarn sem hafa í hyggju að setjast að í eyjunni. Meðal þess sem til athugunar er til að auka reksturinn er að setja upp gististað.  Uppsett verð var 330 milljónir króna en ekki fæst uppgefið hvert tilboðið er.

Salvar Baldursson, bóndi í Vigur sagði í samtali við Bæjarins besta að honum litist vel á fólkið og vonast eftir því að stutt verði við bakið á því. Salvar segir að Vigur að sé eina eyjan í byggð sem fær enga styrki frá ríkinu. Ríkið á bryggjuna og kranann og til eyjunnar er aðeins einfasa rafmagn.  „Ríkið þarf að hugsa um þessar eigur sínar og styðja þannig við byggðina. Það er mun dýrara að vera með einfasa rafmagn en þriggja fasa. Ábúendur þurfa að vera með dýrari búnað en ella væri.“

DEILA