Vesturport vill gera sjónvarpsseríu í Ísafjarðarbæ

Fyrirtækið Vesturport vill gera átta þátta leikna sjónvarpsséríu sem ber heitið VERBÚÐ. Björn Hlynur Haraldsson og Gísli Örn Garðarsson eru aðalhöfundar og leikstjórar þáttanna sem hugmyndin er tekin verði upp á Ísafirði og nágrenni. Tökur munu standa yfir í 3 mánuði í ársbyrjun 2020.

Hugmyndin var kynnt fyrir bæjarstjóra síðasta sumar og hefur Vesturport tekið upp þráðinn aftur og ritað bæjarráði Ísafjarðarbæjar bréf og óskar eftir viðræðum  um aðkomu bæjarins að verkefninu. „Við erum til í spjall hvenær sem er um nokkrar hugmyndir sem við erum með varðandi aðkomu bæjarins að verkefninu.“ segir í erindinu.

Í bréfinu segir ennfremur:

„Eins og allir vita er fjármögnun á íslensku efni mjög erfið og jafnvel þó okkur
langi að taka þættina upp að öllu leyti fyrir vestan verður að viðurkennast að því
fylgir umtalsvert meiri kostnaður en ella. Gisting og matur fyrir starfsliðið vegur
þar þyngst en að staðaldri verða um 40-50 manns starfandi við verkefnið. En við
viljum gera allt sem við getum til að koma vestur og höfum verið í sambandi við
gott fólk. Fyrstan ber þar að nefna Elías Guðmundsson hjá Fisherman sem hefur
verið okkur innan handar síðan hugmyndin kom upp. Birna Jónasar hefur komið
að málinu og síðasta sumar hittum við, þá sitjandi bæjarstjóra Þórdísi Sif og Sirrý
frá Vestfjarðastofu og sögðum þeim frá verkefninu.“

Bókað er að bæjarráð taki vel í hugmyndina en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um mögulega aðkomu að verkefninu.

DEILA