vestri : Hjólagarður – vinnukvöld á mánudaginn

Vestri hjólreiðar stefnir að því að búa til alvöru hjólagarð á Ísafirði og því verður vinnukvöld á mánudaginn kl 17:00

Við fengum semsagt afnot af lóðinni við gömlu steiniðjuna við Grænagarð í sumar. Unnum það aðeins, bjuggum til holur, hóla og nokkrar þrautir áður en við héldum þar barna- og unglinganámskeið, segir Viðar. Verkið stoppaði aðeins á því hversu lítill jarðvegur er á svæðinu og eins gekk ekki vel að eiga kerfilinn og lúpínuna en það stendur til bóta, þar sem það á að vera auðveldara að ná tökum á gróðri núna með haustinu.  Þess vegna ætlar hjólreiðadeildin að vera með vinnukvöld á lóðinni á mánudaginn. Við vonumst til þess að geta gert svæðið aðeins viðkunnalegra, og til þess að ásóknin í planið muni aukast núna þegar það fer að hausta, segir viðar.

Stóra myndin er að búa til alvöru hjólagarð, vel hannaða með alvöru pumpubraut sem hentar öllum. Ungum krökkum á hlaupahjólum, BMX, hjólabrettum og venjulegum hjólum. kostnaðaráætlun fyrir slíkan garð sem er um 1000m2 er um 25mkr með öllu. Þá erum við að tala um að pumpubraut sé teiknuð af sérfræðingum og verkinu stýrt af sérfæðingum. Í svona braut er gerð ráð fyrir drenun og undir malbikinu sé frostþolið efni o.fl., bætir Viðar við bjartsýn á að það takist að fjármagna og framkvæma verkefnið.

Ætla má að svona braut geti verið góð fyrir bæjarlífið og gert bæinn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn og auki afþreyingu fyrir heimamenn. Margir bæir hafa farið þá leið að kaupa plast pumpu braut, algengasta útgáfan að slíkri braut kostar um 4mkr og þær eru mun einhæfari, af þeim stafar meiri fallhætta, henta ekki eins breiðum notenda hóp.

Hjólreiðadeildin hvetur alla til að mæta með orf, haka eða skóflur og taka þátt eða í það minnsta að kíkja við og taka út verkið.

DEILA