Vestfirsk hjón: Ironman í Indónesíu

Þorsteinn Másson og Katrín Pálsdóttir, járnhjón í Bolungarvík, tóku þátt í hálfum járnkarli á eyjunni Bintan í Indónesíu í gær og stóðu sig vonum framar.  

Mikill hiti var, eða yfir 32 gráður og gríðarlegur raki í lofti. Hjólabrautin var einnig mjög krefjandi, hólar og hæðir.  

Þau voru einu Íslendingarnir í keppninni. Þorsteinn kláraði á 5 klst og 24 mínútum og Katrín 6 klst og 30 mín. Ótrulega sögu er að segja af Katrínu, en fyrir rétt rúmum 7 vikum lét hún fjarlægja úr sér helminginn af hægra lunganu, vegna æxlis. Löngu áður en hún fékk þá greiningu hafði hún skráð sig í keppnina í Indónesíu, en eftir fréttirnar bjóst hún aldrei við að geta tekið þátt, hvað þá klárað 1,9 km sund, 90 km hjól og 21 km hlaup. En gerði það samt.  

Um 1000 mans tóku þátt. 

Katrín Pálsdóttir kemur í mark.

 

DEILA