Vel sótt kvöldvaka í Steinshúsi

Föstudagskvöldið 2. ágúst kl. 20 var kvöldvaka í Steinshúsi þar sem Ása Ketilsdóttir kvæðakona kom fram ásamt sonardóttur sinni Sunnevu Þórðardóttur. Þær fluttu kveðskap, m.a. flutti Ása vísur um fyrrum ábúendur á Snæfjallaströnd.

Ástrún Helga Jónsdóttir sópran söng nokkur lög, m.a. eftir Kaldalóns við undirleik Jóns Hallfreðs Engilbertssonar og Þorvaldur Örn Árnason og Jörundur Garðarsson fluttu eigin
lög við ljóð eftir Stein Steinarr.Unnur Malín Sigurðardóttir flutti spunaverk
um Tímann og vatnið og nokkur lög þar sem hún naut m.a. aðstoðar Andra Freys Arnarssonar. Loks fluttu Adrian og Guðfinnur nokkur frumsamin lög. Húsfyllir var og mikil ánægja með viðburðinn.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti viðburðinn.
DEILA