Veiga Grétars kom til Ísafjarðar síðdegis í dag og lauk þar með siglingu sinni á kajak umhverfis landið. þetta tókst hún á hendur til þess að styðja við Píeta samtökin og kallaði verkefnið „Á móti straumnum“.
Veiga lagði af stað frá Ísafirði þann 14. maí og var því þrjá mánuði og tíu daga að ljúka verkefninu.
Mikill fjöldi tók á móti Veigu á Ísafirði og hún fékk fádæma góðar móttökur.
Myndir: Ólöf Birna Björnsdóttir, nema annað sé tekið fram.