Veiga Grétars réri fyrir Horn í gær og stefndi á Aðalvík í dag. Þaðan ætlar hún að róa snemma á laugardaginn og beint á Ísafjörð ásamt nokkrum öðrum kajakræðurum. Ólöf Birna Björnsdóttir hjá Pieta samtökunum segir að Guðni Páll geri ráð fyrir að róa með henni síðasta spottann. Hann segir að það sé raunhæft að áætla komuna um kl. 15-16.
Ólöf Birna segir að þau, Guðmundur bæjarstjóri og fleiri muni taka á móti Veigu við bryggjunna hjá Sæfara. „Ég vonast eftir að við getum boðið upp á einhverjar veitingar eða grillað pylsur “ segir Ólöf Birna Björnsdóttir.
„Við viljum að sjálfsögðu að sem flestir mæti og fagni þessum merka áfanga með Veigu og samtökunum. Við erum innilega þakklát þeim sem lagt hafa verkefninu lið og þeim sem heitið hafa á Veigu, en hingað til hefur söfnunin gengið rólega. Viið vonum þó að fólk taki við sér núna þegar hún er á lokasprettinum.“