Valur Richter formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar

Frá aðalfundi Skotíþróttafélagsins.

Aðalfundur Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar var haldinn í vikunni. Valur Richter var kjörinn formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru Elín Drífa Ólafsdóttir, meðstjórnandi, Rfan Pálsson gjaldkeri, Jón Guðni Pálmason ritari og Ivar Már Valsson varaformaður. Formenn mótanefnda eru Leifur Bremnes og Kristján G. Sigurðsson.

Valur Richter sagði í samtali við Bæjarins besta að félagið hafi verið stofnað fyrir 1990 og um 160 manns væri í því og færi fjölgandi. Félagið er aðili að HSV.

Í félaginu eru iðkaðar skotíþróttir, bogfimi og skotfimi. Undir skotfimi flokkast riffil- og skammbyssuskotfimi og haglabyssuskotfimi. Félagið hefur tvö æfingasvæði. útisvæðið er upp á Dagverðardal og þar fara einkum haglabyssuæfingar fram og innisvæðið er undir stúkunni á knattspyrnuvellinum á Torfnesi.

Að sögn Vals er innisvæðið eina löglega keppnissvæðið utan Höfuðborgarsvæðisins og því fara þar fram í haust tvö mót Skotsambands Íslands.

Vikulegar æfingar eru á vegum félagsins , tvisvar sinnum í bogfimi og riffilskotfimi og einu sinni í öðrum skotgreinum.

DEILA