Um síðustu helgi var messa í Unaðsdal. Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis sr. Magnús Erlingsson þjónaði fyrir altari. Kjartan Sigurjónsson lék á orgel og kirkjugestir sungu.
Mganús lét vel af aðsókninni og sagði að um 40 manns hefðu mætti og átt góða stund saman. Að messu lokinni var boðið í kaffi í Unaðsdal.
Það eina sem ekki fór sem ætlað var, að sögn Magnúsar var landtakan við Tirðilmýri en þar skrikaði sr. Magnúsi fótur og hann féll í sjóinn.“En það er auðvitað bara til að brosa að.“