Strandabyggð: nýr slökkviliðsstjóri

Í sumar var stofnað Byggðasamlag um slökkviliðsmál. Að því standa Strandabyggð, Dalabyggð og Reykhólahreppur. Byggðasamlagið þjónustar að auki Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Ivar Örn Þórðarson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri og stýrði hann fyrstu æfingu sinni á Hólmavík á fimmtudaginn í síðustu viku. Slökkviðliðsstjórinn mun hafa aðsetur í Búðardal og er honum ætlað að samræma starfsemi slökkviliðanna þriggja í Búðardal, á Hólmavík og á Reykhólum. Áfram verður yfirmaður á hverjum stað og er Einar indriðason yfirmaður á Hólmavík.

Frá æfingu slökkviliðsins.
Mynd: strandabyggd.is.
DEILA