Stórgjafir til Sjúkrahússins á Patreksfirði

Gylfi Ólafsson, forstjóri HVest og Iða Marsibil Jónsdóttir, form. Styrktarsjóðs heilbr.stofnunar Vestur-Barðastrandarsýslu.

Þriðjudaginn 20. ágúst sl. voru afhent margvísleg tæki, búnaður og áhöld til Sjúkrahússins á Patreksfirði að verðmæti rúmar 11 millj.kr. Gjafirnar voru tíu ný sjúkrarúm ásamt fylgihlutum, ómskoðunartæki, æðarsjá, lífsmarksmælir, sprautudæla, súrefnissía, loftdýna, sogdæla og TNT hjartamælir. Gefendur voru Styrktarsjóður Heilbrigðisstofnunar Vestur-Barðastrandarsýslu, Kvenfélagið Sif og Slysavarnar-deildin Unnur, bæði á Patreksfirði.

 

Styrktarsjóður Heilbrigðisstofnunar Vestur-Barðastrandarsýslu er dánargjöf Einars B. Bjarnasonar frá Hreggstöðum og starfar sjóðurinn samkvæmt skipulagsskrá frá árinu 1992 með því markmiði:

„..að efla og styrkja heilbrigðisþjónustu í Vestur-Barðastrandarsýslu við Sjúkrahúsið Patreksfirði, Heilsugæslustöðina Patreksfirði, Heilugæslustöðina Bíldudal og aðrar heilbrigðisstofnanir eða heilbrigðissstarfsemi sem á fót kunna að verða settar í sýslunni, með tækjakaupum eða á annan hátt.“

 

Að lokum ávörpum, erindi um Einar B. Bjarnason frá Hreggstöðum og móttöku gjafanna þáðu viðstaddir kaffiveitingar.

 

Gylfi Ólafsson, forstjóri HVest tekur á móti gjöfum úr hendi Arnheiðar Jónsdóttur, form. Slysavarnardeildarinnar Unnar. Aðrir á mynd Úlfar Thoroddsen og Þórir Sveinsson.
Þórir Sveinsson, fráfarandi fjármálastjóri HVest og bókhaldari Styrktarsjóðs heilbr.st. V-Barðastrandarsýslu.
Talið frá vinstri til hægri: Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkrunar Hvest, Laufey Böðvarsdóttir, Kvenfélaginu Sif, Hrannar Örn Hrannarsson, verðandi fjármálastjóri HVest, Gígja Þöll Rannveigardóttir, Kvenfélaginu Sif., Þórir Sveinsson, fráfarandi fjármálastjóri HVest og bókhaldari Styrktarsjóðs heilbr.st. V-Barð, Fanney Halldórsdóttir, form. Kvenfélagsins Sif, Jón B. G. Jónsson, læknir HVest., Gylfi Ólafsson, forstjóri HVest, Úlfar Thoroddsen, fyrrv. forstj. Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar, Iða Marsbil Jónsdóttir, form. Styrktarsjóðs heilbr.stofn. V-Barðastrandarsýslu., Arnheiður Jónsdóttir, form. Slysavarnardeildarinnar Unnar, Þóra Kristinsdóttir, Slysavarnardeildinni Unni, Kristín Haraldsdóttir, Kvenfélaginu Sif, Guðrún Jónsdóttir, Kvenfélaginu Sif., Lilja Sigurðardóttir, Slysavarnardeildinni Unni, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, lysavarnardeildinni Unni, Helgi Páll Pálmason, ráðsmaður sjúkrahússins á Patreksfirði, Svava M. Matthíasdóttir, hjúkrunarstjóri á Patreksfirði,
Kristjana Milla Snorradóttir, mannauðs- og rekstrarstjóri HVest, Tamar K L Þormarsdóttir, aðhlynning Sjúkrahúsinu á Patreksfirði.
DEILA