Sextíu verk á sandkastalakeppninni í Holti

Sigurvegarnir frá vinstri: Jóhanna Bjarnadóttir, Bjarni Jóhannsson, Linda Þorbergsdóttir, Ólafur Th. Árnason, Árni Traustason, Ingibjörg Hekla Hafstein, Eva María ólafsdóttir. Fremri röð: María Kristín Ólafsdóttir og Matthías Ólafsson. Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson.

Sandkastalakeppin fór fram í Holti í Önundarfirði í gær. Eru liðin rúm 20 ár síðan fyrsta keppnin var haldin. Fjölnir Ásbjörnsson  hafði veg og vanda af undirbúningi keppninnar í ár og var býsna ánægður með hvernig til tókst þegar Bæjarins besta ræddi við hann. Hann taldi að um 350 manns hefðu komið og tekið þátt í viðburðinum og um 60 listaverk voru búin til í sandinum.

Sandkastalakeppnin er fyrst og fremst fjölskylduviðburður með engum aðgangseyri né neinum útgjöldum öðrum en kaupum á verðlaunabikar og verðlaunapeningum, sem Landsbankinn gefur af myndarskap.

Þessi kastali er ósigrandi vígi.
Drakinn sem vann til verðlauna.
Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson.
Fjölmenni var á Holtströndinni.
DEILA