Seðlabankastjóri með opinn fund á mánudaginn á Ísafirði

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri heldur fund á Ísafirði á mánudagskvöldið í Stjórnsýsluhúsinu kl 20.

Haldnir verða nokkrir fundir og verður sá fyrsti á Ísafirði. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun kynna þróun, stöðu og áskoranir í peninga- og efnahagsmálum við lok 10 ára skipunartíma hans.

Yfirskrift fundanna er :  Markmið, árangur og áskoranir.

Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis verður fundarstjóri.

DEILA