Sandkastalakeppnin í Holti á laugardaginn

Minnum á sandkastalakeppnina í Holti í Önundarfirði um verslunarmannahelgina, laugardaginn 3. ágúst kl. 13.00.

Sandkastalakeppnin í Holti verður haldin í Holtsfjöru á morgun, laugardaginn 3. ágúst  klukkan 13.00. Veittar verða viðurkenningar fyrir þrjá bestu sandkastalana og auk þess hlýtur frumlegasta verkið sérstaka viðurkenningu. Þátttakendur eru hvattir til að gefa hugmyndafluginu lausan taum og eru efnistök og útfærsla frjáls, einnig er leyfilegt að nota aukahluti til skreytinga ef nauðsyn krefur. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil og vonumst við til að sjá sem flesta.

Allir velkomnir

 

Frá keppninni 2017.
DEILA