Reykhólahreppur greiðir eingreiðsluna

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn erindi frá verkalýðsfélagi Vestfirðinga þess efnis að greiða eingreiðslu 105.000 kr þann 1. agúst til félagsmanna. Samþykkt var að gangi eingreiðslan upp í væntalega samninga.

Umrædd upphæð verði greidd um næstu mánaðamót og miðast við hlutfall af starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu 1. apríl 2019 til og með 30. júní 2019.

Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnaði erindinu á fundi sínum sama dag  og bókaði að hún myndi fylgja tilmælum samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með samningsumboðið fyrir Strandabyggð.

Áður hafði Súðavíkurhreppur samþykkt erindi Verkalýðsfélagsins en Vesturbyggð, Ísafjarðarbær og Bolungavíkurkaupstaður synjað því.

DEILA