Ófeigsfjörður: vegurinn við Sýrá lagfærður

Frá framkvæmdum í Ófeigsfirði. Mynd: vesturverk.

Vesturverk vinnur þessa dagana við endurbætur á veginu í Ófeigsfirði. Verktakinn er að ljúka við að setja ræsi í Sýrá sem hefur verið versti kaflinn í Ófeigsfirði. Birna Lárusdóttir, upplysingafulltrúi Vesturverks segir að vegurinn hafi oft orðið illfær og jafnvel ófær um Sírá í vatnavöxtum en nú verði það vandamál úr sögunni. Undanfarna daga hafa verið miklar rigningar á Ströndum og hafa þær heldur tafið framkvæmdir. Vonast er eftir því að það fari að stytta upp.

DEILA